Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að efla traust íslensk efnahags, sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands á morgunverðafundinum Traust á umbrotatímum sem nú stendur yfir.

Hann sagði traust vera það mikilvægasta sem bæði fjölmiðlar og fjármálafyrirtæki hefðu. Það ættu þó ekki síður við ríkisstjórnir og seðlabanka.

Finnur sagði í ávarpi sínu að ríkisstjórn, seðlabanki, fjölmiðill eða fyrirtæki sem stæði ekki við fyrri yfirlýsingar sinar myndi fljótt missa trúverðugleika.

Hann sagði gagnsæi og upplýsingamiðlun vera forsenda trúverðugleika landsins út á við. Nánar verður fjallað um fundinn í Viðskiptablaðinu á morgun.