Samkvæmt rekstrarreikningi Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, nam tap síðasta árs ríflega 653 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok námu eignir félagsins 3.779 milljónum króna og eigið fé nam 1.079 milljónum króna, eða 28,6% af heildarfjármagni. Þar af var nafnverð hlutafjár 340 milljónir króna. Í ársbyrjun nam eigið fé 1.232 milljónum króna.

Þetta er heldur dapurleg niðurstaða í ljósi þeirra aðgerða sem hafa verið í gangi hjá fyrirtækinu undanfarin ár. Ef rekstrarsaga Árvakurs átta ár aftur í tímann er skoðuð kemur í ljós að framlegð er ófullnægjandi og arðsemi eigin fjár einnig. Tap hefur verið af rekstri félagsins síðustu fjögur ár og fimm ár af síðustu sex. Árið 2004 mótast af því að þá seldi félagið eignir sínar í Kringlunni með talsverðum söluhagnaði. Sá hagnaður var tekinn í gegnum EBITDA-afkomu félagsins að því er best verður séð. Veltufé frá rekstri það ár var neikvætt um 53 milljónir króna.

Nánar er fjallað um rekstur Árvakurs í Viðskiptablaðinu í dag.