Fjárfestingafélagið Alfa hf. hagnaðist um 242 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 198 milljóna tap árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Fjármunatekjur voru jákvæðar um 254 milljónir króna á síðasta ári en voru neikvæðar um 146 milljónir á sama tímabili í fyrra. Munar þar mestu um að áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 59 milljónir í ár en voru neikvæð um 167 milljónir árið 2017.

Þá nam söluhagnaður af hlutabréfum 196 milljónum á árinu en stærstu eignir félagsins eru 65% hlutur í Kynnisferðum og 95% hlutur í Tékkland bifreiðaskoðun auk hluta í Origo og Festi en bókfært virði þeirra hluta var 7,6 og 109 milljónir um síðustu áramót. Þá veitti Alfa víkjandi lán til Kynnisferða upp á 197 milljónir króna á síðasta ári. Stærsti eigandi félagsins er Benedikt Sveinsson með samtals 28,2% hlut.