Alfesca ber að greiða skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð sem svarar til  um 12 milljóna evra 15. nóvember næstkomandi.

Ennfremur eru íslensk skuldabréf að fjárhæð sem samsvarar um 3 milljónum evra á gjalddaga 1. febrúar 2009 í samræmi við skilmála skuldabréfanna.

Alfesca hefur þegar tryggt fjármagn til greiðslu þessara skuldabréfa. En vegna takmarkana og tæknilegra erfiðleika í tengslum við erlenda greiðslumiðlun á Íslandi er sú hætta fyrir hendi að tafir kæmu upp og að umræddar upphæðir verði ekki millifærðar á gjalddaga.

Alfesca vinnur nú að lausn málsins í samvinnu við íslenskar fjármálastofnanir

Þetta kemur fram í greinargerð um bein og óbein áhrif á rekstur og efnahag Alfesca í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir á fjármálamörkuðum, en Fjármálaeftirlitið fer fram á að allir útgefendur hlutabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði hér á landi, birti slíka greinargerð.