Þess er enn beðið að mál Íslandsbanka gegn nokkrum stofnfjáreigendum í Byr sparisjóði, sem tóku lán hjá Glitni til þess að kaupa stofnfé í Byr, verði til lykta leitt.

Hróbjartur Jónatansson hrl., lögmaður stofnfjáreigenda, segir samkomulag hafa verið gert um að bankinn myndi stefna umbjóðendum hans til þess á fá úr því skorið hvort stofnfjárbréfin ein eru að veði fyrir lánunum eða hvort bankinn getur gengið að öðrum eignum lántakenda. Bankinn telur sig geta það en stofnfjáreigendurnir eru því ósammála. Nafnvirði lánanna í bókum Íslandsbanka er um 10 milljarðar króna.