Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 30% á undanförnum fimm mánuðum. Staðgreiðsluverð á tonnið, samkvæmt upplýsingum frá London Metal Exchange, er nú 2.425 dollarar.

Sveiflur á álverði hafa verið miklar undanfarin tvö ár. Í byrjun árs í fyrra fór verðið lægst í rúmlega 1.200 dollara á tonnið en hefur síðan farið stighækkandi. Verðhækkunarferlið er sagt drifið áfram af miklum vexti í Indlandi og Kína og vaxandi framleiðslu fyrirtækja sem vinna úr áli, s.s. bíla- og flugvélaframleiðenda.