Útflutningur á áli ríflega tvöfaldaðist í milli ára í maímánuði og fór úr tæpum 35 þúsund tonnum í tæp 75 þúsund tonn, en þessi aukning átti stóran þátt í því að vöruskiptajöfnuður batnaði verulega í mánuðinum.

Eftir að Reyðarál hóf að framleiða á fullum afköstum í apríl sl. er framleiðslugeta álvera nú fullnýtt.

Samkvæmt greiningardeild Glitnis mun útflutningur nema að jafnaði 66 þúsund tonnum á mánuði hér eftir og miðað við núverandi álverð og gengi krónu reiknar deildin með að útflutningstekjurnar verði á bilinu 15-18 milljarðar króna mánaðarlega, en í maí nam útflutningsverðmætið 17,7 milljörðum.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .