Alþingi ályktaði á föstudagskvöld að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta áform um fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda.

Frumvarpið sam samþykkt með 32 atkvæðum stjórnarliða og Frjálslynda flokksins.

Vinstri græn greiddu atkvæði gegn tilögunni en Framsókn sat hjá.