Nýlegt álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vekur upp spurningar um hversu umfangsmiklar og langvarandi undanþágur Ísland hefur frá meginreglum EES samningsins vegna gjaldeyrishafta, að mati lögmanns. Ísland hefur fengið blessun ESA yfir höftin með vísan til sérstakra aðstæðna, en nýlegt álit um skattlagningu óinnleysts hagnaðar við samruna fyrirtækja yfir landamæri getur gefið tilefni til að skoða heimildir ríkisins, segir Páll Jóhannesson, lögmaður á Nordik lögfræðiþjónustu.

Eins og lög um gjaldeyrishöft standa núna þá er bannað að kaupa erlend hlutabréf og skiptir það engu máli hvort greitt er fyrir þau með reiðufé eða í skiptum fyrir íslensk hlutabréf. Þessi regla kemur því í raun í veg fyrir að íslenskt félag í eigu Íslendinga sameinist erlendu félagi ef samruninn felur í sér skipti á hlutabréfum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.