Í dag tók Kauphöllin í Vilníus upp hið sameiginlega SAXESS-viðskiptakerfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, til viðskipta á hlutabréfamarkaði. SAXESS-viðskiptakerfinu og sameiginlegum aðildarreglum NOREX er nú framfylgt á öllum verðbréfamörkuðum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, þ.e. í Kaupmannahöfn, Osló, Íslandi, Stokkhólmi, Helsinki, Tallinn, Ríga og Vilníus.

Markmið NOREX-samstarfsins er að skapa sameiginlegan og samþættan markað fyrir verðbréf til hagsbótar fyrir viðskiptavini með auknum seljanleika, skilvirkara aðgengi kauphallaraðila, víðtækari þjónustu og minni kostnað við að tengjast á norrænu verðbréfamörkuðunum.

NOREX-samstarfið varð hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum til að setja á fót sameiginlegt kerfi fyrir hlutabréfaviðskipti og samræma viðskipta- og aðildarreglur kauphallanna í viðkomandi löndum, og framtíðarsýn NOREX er nú orðin að veruleika þar sem Vilníus var eini samstarfsaðilinn sem átti eftir að taka upp SAXESS-kerfið.