*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. mars 2006 12:01

Allied Domecq verður Mekka Wines & Spirits

Ritstjórn

Um áramótin urðu þáttaskil í rekstri Allied Domecq þegar Íslensk Ameríska
keypti meirihluta hlutafjár í félaginu. Í kjölfarið hefur verið ákveðið að taka upp nafnið Mekka Wines & Spirits en kennitalan fyrirtækisins verður ennþá óbreytt kemur fram í fréttatilkynningu.

Allied Domecq nú Mekka Wines & Spirits hefur síðustu fimm ár verið valin birgir ársins af ÁTVR og í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að áfram verði lögð árhersla á að veita góða og stöðuga þjónustu um ókomin ár.