Allir frambjóðendur í prófkjörum Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar í ár hafa skilað upplýsingum um kostnað sinna framboða til Ríkisendurskoðunar. Prófkjörin, sem reyndar báru heitið flokksval, fóru öll fram í nóvember í fyrra og því þriggja mánaða skilafrestur löngu liðinn.

Átta frambjóðendur skiluðu uppgjöri, sem þýðir að kostnaður við prófkjör þeirra var meiri en 400.000 krónur. Aðrir frambjóðendur skiluðu yfirlýsingu um að kostnaður hefði verið undir 400.000 krónum.