Fimm fyrr­ver­andi starfs­menn Glitn­is voru fundn­ir sek­ir í markaðsmis­notk­un­ar­máli bank­ans í héraðsdómi í dag. Frá þessu er greint á mbl.is , en í fréttinni segir að Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, hafi ekki verið gerð refsing þar sem hann hafði þegar hlotið hámarksrefsingu vegna brota sem þessara.

Auk Lárusar var Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dæmdur í eins árs fangelsi. Hann hafði áður verið dæmdur í fimm ára fangelsi í málum tengdum bankahruninu.

Þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn bankans voru auk þess sakfelldir. Jónas Guðmundsson, Valgarður Már Valgarðsson og Pétur Jónasson voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Jónas hlaut þyngsta dóminn, sem er tólf mánuðir, Valgarður níu mánuði og Pétur sex mánuði.