Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabankans voru sammála Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, um að lækka vexti um 0,75 prósentustig á fundi nefndarinnar þann 2. nóvember sl.

Þó var einn nefndarmaður sem vildi meiri lækkun þar sem þjóðarbúskapurinn hefði reynst veikari en vænst hafði verið og verðbólga hjaðnaði hraðar.

Þetta kemur fram í fundagerð peningastefnunefndarinnar frá 1. og 2. nóvember sl. sem nú hefur verið birt á vef Seðlabankans.

Þar kemur fram að peningastefnunefndin telur að eitthvert svigrúm sé enn til staðar til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist og hjaðni verðbólga eins og spáð er.

Áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar skapi hins vegar óvissu um hversu mikið svigrúmið er til skemmri tíma. Þá kemur fram að nefndin sé reiðubúin til þess að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið.

Sjá fundargerðina í heild sinni