Umsóknarfrestur um embætti ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins rann út á miðnætti samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Umsóknir bárust frá eftirtöldum:

  • Ásgerður Jóna Flosadóttir,
  • Baldur Pétursson,
  • Guðrún Árnadóttir,
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir,
  • Helga Jónsdóttir,
  • Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir,
  • Kjartan Gunnarsson,
  • Kristjón Jónsson,
  • Magnús Ingi Erlingsson,
  • María Lóa Friðjónsdóttir,
  • Óskar Gísli Sveinsson,
  • Pétur Jónasson,
  • Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir,
  • Sigrún Elsa Smáradóttir,
  • Sigurjón Haraldsson,
  • Sigurlaug Ýr Gísladóttir,
  • Snorri H. Guðmundsson,
  • Steinunn Guðmundsdóttir,
  • Þorgeir Pálsson,
  • Þóra M. Hjaltested,
  • Þórður Víkingur Friðgeirsson.

Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur skipað hæfnismatsnefnd til þess að meta umsækjendur. Í nefndina hafa verið skipuð:

  • Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur, formaður,
  • Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari,
  • Sveinn Hannesson, viðskiptafræðingur.