Þúsundir rússneskra milljónamæringa undirbúa nú brottflutning frá Rússlandi þar sem stríðið í Úkraínu hefur dregist á langinn. Þetta kemur í upplýsingum frá breska varnarmálaráðuneytið.

Bresk stjórnvöld telja það vísbendingu um óánægju eða áhyggjur á meðal elítunnar í Rússlandi. Óánægju með stríðsreksturinn eða áhyggjur af afleiðingum efnahagslegra þvinganna af hálfu Vestrænna ríkja.

Um 15.000 rússneskir auðmenn sem eiga yfir eina milljón Bandaríkjadala hafa fyllt út umsókn um brottflutning og gætu því nú verið á leið úr landi.

Segist vera að endurheimta land

Vladimír Pútin forseti Rússlands útskýrði í síðustu viku stríðið fyrir ungum frumkvöðlum og vísindamönnum í Moskvu.

Hann líkti sér við Pétur mikla Rússakeisara og sagðist rétt eins og Pétur vera að endurheimta land.