Vladimír Pútin forseti Rússlands bar sig saman við Pétur mikla Rússakeisara á fundi með ungum frumkvöðlum og vísindamönnum í Moskvu í dag. Telegraph fjallar um ræðuna.

Í orðum Pútíns má sjá hvað vakir fyrir honum í Úkraínu. Að vinna land - að hans sögn að endurheimta land.

„Pétur Mikli háði Norðurlandaófriðinn mikla í 21 ár (1700-1721). Þið haldið kannski að hann hafi verið að berjast við Svía, að taka land frá þeim….“ Hann var ekki að reyna að yfirtaka land. Hann var að endurheimta það.“

Pútin gaf í skyn að sama væri upp á teningnum í Úkraínu og það myndi fyrr eða síðar verða almennt viðurkennt.

Pútin hélt áfram:

„Þegar Pétur mikli lagði grunn að nýrri höfuðborg í Sánkti Pétursborg þá viðurkenndi engin Evrópuríki landssvæðið sem rússneskt. Allir litu á það sem sænskt landsvæði“