Verð á nokkrum algengustu bökunarvörunum hefur hækkað um allt að 20% milli ára ef marka má verðlagseftirlit ASÍ . Ljóma smjörlíki hefur til dæmis hækkað um 12-18%, Pilsbury hveiti um 8-20% og DR. Oetker rauð kokteilber um 7-22%.

Verðbreytingar voru skoðaðar í Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni og voru verðin borin saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar á síðasta ári.

Nær allar bökunarvörur sem skoðaðar voru hafa hækkað í verði.