Umsvifamestu repjubændur landsins hyggjast setja repjuolíu á markað í vetur. Þá vinnur Samgöngustofa að rannsóknum á möguleikum þess að nota umhverfisvæna orkugjafa á ökutæki og skip. Liður í því er að stuðla að repjuræktun.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að repjuuppskeran lítur mun betur út en í fyrra.  Þá segir þar að komnar eru upp bíódísilverksmiðjur hér á landi og unnið að athugun á hagkvæmni stærri verksmiðju sem notað gæti innflutt fræ, samhliða því íslenska, til að unnt sé að starfrækja verksmiðjuna óháð sveiflum í ræktun hér á landi.