Meðal þess sem Fjölmiðlavaktin heldur utan um er hverjir eru viðmælendur í ljósvakamiðlum, en þegar kannað er, hversu oft ráðherrarnir hafa verið fengnir til þess að tjá sig þar, má fá nokkuð glögga mynd af sýnileika þeirra og athafnagleði þessa fyrstu 99 daga ríkisstjórnarinnar.

Engum þarf að koma á óvart að forystumenn stjórnarflokkanna eru í efstu sætunum, en þess utan er forsætisráðherra þaulvanur fjölmiðlamaður. Maðurinn með langa titilinn — sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra — er svo í þriðja sæti.Aðrir ráðherrar virðast hins vegar nánast hafa farið með veggjum það sem af er kjörtímabilinu.