Aðeins á eftir að sprengja eina sprengjuhrinu í Almannaskarðsgöngum en nú er eftir er 4-5 metra haft. Það verður sprengt með viðhöfn næstkomandi föstudag, 8. október. Í frétt á hornfirska frétavefnum horn.is kemur fram að gangnagröftur hefur gengið vel í Almannaskarði undanfarna viku og Þó hefur bergið verið fremur leiðinlegt og allmikið þurft að bolta og sprauta.

Afköst síðustu viku voru 80 m og eru göngin nú orðin 1.140 m að lengd að sunnanverðu og 5 m að norðan, samtals 1.145 m eða um 99,5% af heildarlengd.

Unnið er í vegagerð að sunnanverðu. Þriðja færa yfirbyggingar í vegskála að norðan var steypt sl. þriðjudag.