Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að á Íslandi séu sóknarfæri vegna þess að gjaldmiðillinn hafi lækkað í verði. Því sé hagkvæmt að byggja upp alþjóðlega starfsemi hér.

„Ég hef samt auðvitað áhyggjur af því að hringlandaháttur stjórnvalda sé ekki til þess fallinn að erlend fyrirtæki á hvaða sviði sem er hafi áhuga á að vera hér.

Eitt af þeim lífsgildum, sem allir telja frekar réttsýnt, er að menn eigi að haga sér gagnvart öðrum eins og þeir vilja að aðrir hagi sér gagnvart þeim sjálfum. Við horfum á gott mál eins og að Ísland er búið að semja við Færeyjar um sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Þannig fær Íslenska ríkið auknar gjaldeyristekjur í gegnum þjónustu spítalanna. Hins vegar eru einstaklingar með áhugaverðar hugmyndir af sama toga um að tengja saman ferðaþjónustu og heilbrigðismál. Þar má nefna verkefni á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og nýjan fyrirhugaðan spítala í Mosfellsbæ. En af því að einstaklingar og almennir fjárfestar eiga í hlut að máli þá eru það talin vont mál. Ég get ekki séð að þarna ráði efnisleg sjónarmið ferðinni."

- Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag