Alþjóðaskólinn er ekki ein af þekktustu menntastofnunum landsins, en í tíu ár hefur skólinn boðið upp á alþjóðlega menntun fyrir fjölbreyttan hóp erlendra og íslenskra barna á aldrinum fimm til tólf ára. Tíu ára afmæli skólans verður fagnað þann 14. maí næstkomandi.

Að sögn Hönnu Hilmarsdóttur, skólastjóra Alþjóðaskólans, hefur lengi verið þörf fyrir alþjóðlegan skóla á Íslandi.

„Meðal nemenda eru börn sendiráðsfulltrúa en síðan ráða fyrirtæki oft til sín tímabundna sérfræðinga og þurfa alþjóðlega menntun fyrir börnin sín,“ segir Hanna en hún segir að skólinn sé reistur á grunni bandarísks sendiráðsskóla. „Sú sem tók við skólanum ákvað að hafa þetta ekki lengur bandarískan skóla heldur alþjóðlegan skóla, þannig að hún hóf nýja starfsemi með aðeins fimm nemendur í upphafi,“ segir Hanna.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .