Þróun heimsmarkaðsverðs á áli virðist hafa brotið lögmál framboðs og eftirspurnar það sem af er ári. Ál hefur hækkað um þriðjung frá áramótum þrátt fyrir að hinn alþjóðlegi efnahagssamdráttur hafi dregið úr eftirspurn og birgðasöfnun hafi aukist. Hvað getur útskýrt þessa þróun og getur hún staðist til lengdar? Tvennt getur útskýrt þróun heimsmarkaðsverðs að undanförnu og báðar útskýringarnar gefa tilefni til að ætla að álverð kunni að lækka á ný á næsta ári.

__________________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.