Bandaríska lyfjafyrirtækið Alvogen hefur keypt samheitalyfjafyrirtækið Labormed, eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Rúmeníu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stýrir Alvogen. Fleiri Íslendingar starfa þar sömuleiðis, þar á meðal fleiri fyrrverandi starfsmenn Actavis.

Morgunblaðið segir að kaupverðið sé ekki gefið upp en að gera megi ráð fyrir því að Alvogen greiði nokkra milljarða króna fyrir Labormed. Áætlað er að félagið velti um tíu milljörðum króna í árs. Alvogen er með starfsemi í 25 löndum og er starfsmenn 1.700. Þar af starfa 400 þeirra í Rúmeníu.

Í blaðinu er sömuleiðis fjallað um störf Róberts eftir að hann tók við Alvogen árið 2009. Þar segir að fyrirtækið sé líkt lyfjafyrirtækinu Delta sem hann stýrði áður. Síðan hann tók við stýrinu hefur Alvogen keypt þrjú lyfjafyrirtæki. Hann segir m.a. að á næstu vikum muni skýrast hvort fyrirtækið muni reisa háþróaða lyfjaverksmiðju hér á landi.