Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech fór undir 2.000 krónurnar í fyrsta sinn frá því að fé­lagið fékk markaðs­leyfi fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við gigtar­lyfið Humira í lok febrúar.

Gengi fé­lagsins hefur verið hærra en 2.000 krónur frá lok janúar þegar markaðs­aðilar áttu von á niður­stöðu út­tektar Lyfja og mat­væla­eftir­lits Banda­ríkjanna á fram­leiðslu­að­stöðu fé­lagsins.

Um 22% lækkun sl. mánuð

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech náði sínu hæsta gildi þann 26. febrúar eftir að hópur fag­fjár­festa keypti bréf í fé­laginu fyrir 23 milljarða króna í utan­þings­við­skiptum.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech stóð þá í 2.450 krónum en hefur lækkað um rúm 22% síðan þá, sé miðað við dagsloka­gengið í dag. Gengi Alvotech lækkaði um 8% í yfir hálfs milljarðs veltu í dag.

Tölu­verður sölu­þrýstingur var á markaði í dag sem kom mörgum markaðs­aðilum á ó­vart.

Gengi málm­leitar­fé­lagsins Amaroq minerals fór niður um tæp 6% í 137 milljón króna við­skiptum. Amaroq birtir árs­upp­gjör eftir lokun markaða á morgun.

Flugfélögin taka dýfu

Hluta­bréfa­verð Icelandair lækkaði um 3% og var dagsloka­gengið 1,07 króna. Gengi Play fór niður um 8% í 6 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengið 4,5 krónur.

Gengi Kalda­lóns lækkaði um 3% á meðan gengi Kviku banka fór niður um tæp 3% í 282 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréf í Sýn og Skaga voru þau einu sem hækkuðu í við­skiptum dagsins en hvorugt fé­lag hækkaði meira en 1% í við­skiptum dagsins.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 fór niður um 1,85% og var heildar­velta á markaði 3,4 milljarðar.