Stjórnendur Amazon stefna að því að stytta afhendingartíma til meðlima í svokölluðum Prime-hópi úr tveimur dögum niður í einn dag. Financial Times greinir frá þessu og segir að ákvörðunin muni kalla á töluverða fjárfestingu og þrengja ennfrekar að hefbundinni verslun.

Samhliða þessari stefnubreytingu tilkynnti félagið að hagnaður á fyrsta fjórðungi ársins væri 3,6 milljarðar dollarar eða ríflega tvöfalt hærri en á sama tíma í fyrra. Tekjur jukust um 17% og vour tæplega 60 milljarðar dollarar, jafngildi 7.300 milljarðar króna. Tekjur hafa ekki vaxið minna síðan 2015 en vöxturinn var þó meiri en greinendur höfðu reiknað með og hækkað markaðsverðmæti félagsins um 2% strax í kjölfar tilkynningarinnar.

Fjármálastjóri félagsins, Brian Olsavsky, sagði að með styttri afhendingartími byði Amazon uppá bestu kjör og þjónustu allra smásöluaðila í veröldinni. Standa vonir stjórnenda félagsins að styttingin muni fá fleiri til að versla á Veraldarvefnum.