Tap bandaríska fyrirtækisins Amazon nam um 274 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi. Þótt sala hafa aukist um 27 prósent frá sama tímabili árið áður voru tekjur lægri en búist var við.

Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem Amazon tilkynnir um tap á ársfjórðungi, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg um afkomuna. Miklar fjárfestingar eru sagðar skýra tap félagsins.