Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, segir í grein á VB.is að athugsemd Halldórs Kristmannssonar vegna fjölmiðlarýni Andrésar frá í gær fjalli lítt um fréttaflutning Viðskiptablaðsins og minnst um fjölmiðlarýnina. Þó beri hún yfirskriftina „Rangfærslur Andrésar“, án þess að í henni sé bent á nokkrar rangfærslur. Segir Andrés athugasemd Halldórs aðallega snúast um efni málsins, sem blaðið fjallaði um í ágúst 2014 og Róbert Wessman stefndi Bjarna Ólafssyni ritstjóra Viðskiptablaðsins fyrir. Bjarni var á dögunum sýknaður í Hæstarétti.

Gagnrýnir Andrés ýmis atriði sem í athugasemd Halldórs koma fram og segir að lokum: „Hið merkilega í þessu er þó sjálfsagt það að þrátt fyrir þessa sneypuför Róberts Wessman í héraði og fyrir Hæstarétti situr hann fastur við sinn keip og lætur setja skoðanir sínar fram sem staðreyndir, þó þeim hafi verið tvívegis hafnað fyrir dómsstólum. Það er þá kannski rétt hann stefni Hæstarétti næst.“

Grein Andrésar má lesa í heild sinni hér .