Að ofan er sýnd þróun netútbreiðslu í Bandaríkjunum eftir tekjuhópum. Varla kemur mjög á óvart að efnahagur hefur nokkur áhrif á hversu almenn netnotkunin er. Þar er snauðasti hópurinn enn talsvert á eftir hinum, jafnvel svo segja má að línuritið staðfesti hugleiðingar um hina stafrænu gjá.

En það má líka segja að fréttin felist ekki síður í því hversu mikil netútbreiðslan er þrátt fyrir allt í neðsta tekjuhópnum eða 74%.

Svo má hugsa fram á veginn. Ef hneigðin heldur áfram munu allir í efstu tekjuhópunum vera komnir á netið milli 2018 og 2020, en jafnvel í neðsta tekjuhópnum virðast allir vera orðnir netverjar um 2025.

Þá er miðað við að ekkert óvænt gerist í millitíðinni, sem má eiginlega telja líklegra en hitt. Á meðan eru menn á fullu við að netvæða hús og húsbúnað, bíla og tæki af öllum stærðum og gerðum. Sleppur nokkur úr netinu?