Uppselt er á Frelsiskvöldverð Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt sem fram fer í Hörpu í kvöld. Ræðumaður kvöldsins er Davíð Oddsson seðlabankastjóri og rifjar hann upp bankahrunið. Samkvæmt upplýsingum VB.is eru vel á annað hundrað manns skráðir, en miðinn á kvöldverðinn kostar allt að 30 þúsund krónum.

Kvöldverðurinn er haldinn strax eftir alþjóðlega ráðstefnu um banklahrunið og smáríkin í Evópu þar sem fyrirlesarar verða meðal annars Eamonn Butler forstöðumaður Adam Smith stofnunarinnar í Lundúnum, Pythagoras Petratos kennari í fjármálafræði í Sad School of Business í Oxford, Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Fimm ár voru í gær frá því að neyðarlögin voru samþykkt og Geir Haarde hélt eftirminnilegt sjónvarpsávarp um efnahagshrunið.