Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, fundaði með starfsfólki sínu í morgun. Uppsagnir eru yfirvofandi enda hefur legið fyrir um langt skeið að framlög til embættisins myndu lækka á næsta ári.

Eftir því sem VB.is kemst næst má búast við því að rétt innan við tuttugu manns verði sagt upp í dag. Að auki munu einhverjir starfsmenn hætta að eigin frumkvæði.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins sá Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, Björn Þorvaldsson saksóknara og tvo aðra starfsmenn embættisins koma af fundi í innanríkisráðuneytinu í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvert tilefni þess fundar var.