Societe Generale, annar stærsti banki Frakklands samkvæmt markaðsvirði, mun fækka starfsmönnum um nokkuð hundruð á næsta ári vegna aukinna krafna Evrópusambandsins um eiginfjárhlutfall fjármálastofnanna.

Þetta segir fulltrúi verkalýðsfélags starfsmanna bankans sem átti fund með Frederic Oudea, forstjóra SocGen. Fundurinn var haldinn í tengslum við uppgjör bankans á þriðja ársfjórðungi.

Bankinn mun fækka starfsmönnum um nokkuð hundruð, frysta laun og lækka bónusa til að mæta kröfu ESB um aukið eiginfjárhlutfall. Einnig þarf bankinn að auka eigið fé sitt um 2,1 milljarð evra fyrir sumarlok 2012.

Í september opinberaði bankinn áætlun um að losa eignir og  lækka kostnað um 4 milljarða evra til að þurfa ekki að safna 4 milljörðum í aukið eigið fé.

Société Générale
Société Générale
© None (None)