Listahátíð í Reykjavík og TVG-Zimsen ætla að halda áfram samstarfi sem felur í sér að TVG-Zimsen verður bakhjarl Listahátíðar og sér um flutninga á listaverkum fyrir hátíðina sem hefst á morgun, fimmtudag. Listahátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 1970 og hefur verið mikilvægt afl í íslensku menningarlífi síðan.

Haft er eftir Hönnu Styrmisdóttur, stjórnanda Listahátíðar, í tikynningu að aðstoðin í flutningum á listaverkum sé ómetanleg. „Listaverkaflutningar eru vandasamir enda oft gríðarleg verðmæti í húfi og mikilvægt að fyllsta öryggis sé gætt á öllum stigum flutningsferilsins.“