Danska skipafyrirtækið AP Möller-Maersk hefur gert tilboð í hollenskan keppinaut, P&O Nedlloyd, og áætlar að taka yfir fyrirtækið fyrir 357 milljarða íslenskra króna (2,3 milljarða evra), samkvæmt tilkynningu frá AP Möller. Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu í dag.

Breska flutninga- og skipafélagið P&O á 25% hlut í P&O Nedlloyd og sagði að það ætli sér að styðja yfirtökutillögu AP Möller, sem hjóðar upp á 57 evrur á hlut.

Danska fyrirtækið skilaði 375 milljarða króna (33,6 milljarða danskra króna) hagnaði á síðasta ári og sérfræðingar á Bretlandi segja að fyrirtækið geti fjármagnað kaupin án þess að skuldsetja sig.

P&O Nedlloyd birti fjórðungs uppgjör sitt fyrr í vikunni. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins hækkaði í 74 milljónir (4,8 milljarða króna) Bandaríkjadala, úr 21 milljón. Velta félagsins var 1,75 milljarðar dala samanborið við 1,48 milljarða á sama tíma í fyrra.