Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Applicon hefur lokið innleiðingu á PeTra hugbúnaðarlausnum hjá Nordea, einum stærsta banka Norðurlandanna. Samkvæmt tilkynningu er um að ræða lausn sem tryggir öruggt verklag og eftirlit með eigin verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og starfsmanna opinberar stofnanna. Applicon, sem tilheyrir Nýherjasamsteypunni, er með um 170 starfsmenn í Danmörku, Íslandi og Svíþjóð. Það var Applicon í Svíþjóð sem vann að innleiðingunni fyrir Nordea.

Nordea er meða annars í eigu Sampo og sænska ríkisins. Sænska ríkið hefur reyndar hægt og rólega verið að selja eignarhluti sína í bankanum að undanförnu. Nordea hagnaðist um 2,66 milljarða evra, um 440 milljarða króna, á síðasta ári.Meðal annarra fyrirtækja sem hafa fest kaup á PeTra-búnaðinum eru SEB bankinn, Öhman og Carnegie bankinn. Hafin er markaðssetning á lausninni hér á landi.