*

föstudagur, 28. janúar 2022
Erlent 4. janúar 2016 09:51

Áramótaheit Zuckerberg

Ætlar að hanna gervigreind til að stjórna heimilinu og aðstoða hann við vinnu.

Ritstjórn
Mark Zuckerberg spilar EVE: Gunjack.
Gunnhildur Lind Photography

Mark Zuckerberg, forstóri og stofnandi Facebook, hefur líkt og svo margir aðrir strengt áramótaheit.

Meðal þess sem Zuckerberg ætlar að áorka á árinu 2016 er að hanna einfalda gervigreind til að stjórna heimilinu og aðstoða hann við vinnuna. Hann líkir gervigreindinni við Jarvis, sem aðstoðar Tony Stark í Iron Man kvikmyndunum. Til að ná þessu fram ætlar hann m.a. að setja raddstýringu á tónlist, lýsingu og hitastýringu á heimilinu auk þess á hún að þekkja andlit vina Zuckerberg þegar þeir hringja dyrabjöllunni.

Auk þess ætlar hann að lesa tvær bækur í hverjum mánuði, læra mandarín kínversku og að hitta nýja manneskju á hverjum degi.

Stikkorð: Facebook Mark Zuckerberg