Í dag var endanlega gengið frá því að Arctic Fish eignast megnið af eignum Eyrarodda á Flateyri og voru samningar fyrirtækisins við kröfuhafa Eyrarodda, þ.m.t. Byggðastofnun, samþykktir. Í yfirlýsingu sem gefin var út vegna málsins segjast málsaðilar lýsa ánægju sinni yfir því að farsællega hafi tekist að leysa úr málum.

„Áform Arctic Fish ehf. eru að hefja vinnslu á Flateyri svo fljótt sem auðið er og stefnir félagið að því að byggja upp starfsemi með vinnslu á eldisfiski og öðrum sjávarafla,“ segir í yfirlýsingunni.