Veiðifélag Þjórsár vinnur að gerð arðsrká fyrir ánna. Veiðirétthafar eru 520 talsins og er þetta því stærsta veiðifélag landsins sem heldur utan um 142 kílómetra af veiðisvæði.

Ossur Bjarnason í Stöðufelli og formaður veiðifélagsins segir í samtali við Sunnlenska fréttablaðið í dag að arðskráin verði grunnvöllur að uppgjöri á veiðiréttindum á Þjórsársvæðinu ogmuni hún nýtast við að sækja bætur vegna fyrirhugaðra virkjana.

Búist er við að tvö ár taki að vinna arðskránna og er áætlaður kostnaður hennar á bilinu 10 til 12 milljónir króna.

Fram kemur í blaðinu að við mat á arðskrá er miðað við bakkalengd við hverja jörð, bústæði og veiðireynslu. Þessir þættir eru reikningar til eininga sem ráða fyrirkomulagi við skiptingu arðs.