Forsvarsmenn Alþjóðadómstólsins í Haag segja Argentínumenn hafa óskað eftir því að úrskurður bandarísks dómstóls sem leiddi til greiðslufalls Argentínu verði tekinn fyrir. Þessu greinir Vísir frá.

Úrskurður bandarískra dómsmála skipaði Argentínumönnum að greiða 1,3 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur 150 milljörðum íslenskra króna, sem ríkið skuldaði fjárfestum í New York.

Í erindi sínu til Alþjóðadómstólsins segja Argentínumenn úrskurðinn hafi brotið gegn fullveldi ríkisins.