Stjórnvöld í Argentínu hafa ákveðið að slaka á gjaldeyrishöftum. Ákvörðunin er tekin degi eftir að argentínski pesóinn hrundi um 11%.

Jorge Capitanich, forsætisráðherra Argentínu, segir að landið muni lækka skatta á dollarakaup og heimila kaup á dollurum fyrir erlenda sparnaðarreikninga. Þessar nýju ákvarðanir munu væntanlega taka gildi á mánudaginn.

Verðbólga hefur verið gríðarleg í Argentínu undanfarið og sérfræðingar búast við 30% verðbólgu í ár.