Hæstiréttur féllst ekki á kröfu félagsins Lillý Invest ehf. um að það eigi 62 bílastæði í bílageymslu á lóð við Borgartún 19, þar sem höfuðstöðvar Arion banka standa. Félagið stefndi bankanum og krafðist viðurkenningar á eigninni. Niðurstaða Hæstaréttar var sú sama og í héraði, þar sem bankinn var sýknaður af öllum kröfum.

Málsatvik má rekja allt til ársins 2000 en Lillý keypti eignarhluta í bílageymsluhúsinu í janúar 2008 af félaginu Holtaseli, sem áður hét Höfðaborg ehf. Það félag hafði gert kaupsamning við Stoðir um kaup á fasteigninni við Borgartún árið 2002. Í dómi Hæstaréttar segir að kaup Lillý á eignarhluta í bílageymsluhúsinu veiti félaginu ekki sjálfstæðan rétt til umframbílastæða. Sá réttur haldist í hendur við byggingarrétt, sem Lillý ehf. hefur ekki. Starfsmenn bankans geta því áfram lagt í stæðin.