Arion banki gerir sátt við við Samkeppniseftirlitið til að efla samkeppni í viðskiptablankaþjónustu. Þær aðgerir sem kveðið er á um í sáttinni miða einkum að því draga úr kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar skipt er um viðskiptabanka. Sem og að stuðla að virkara samkeppnisaðhaldi af hálfu einstaklinga og lítilla fyrirtækja með þeim sem veita viðskiptabankaþjónustu á Íslandi og vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir þögla samhæfingu á mörkuðum fyrir viðskiptabankaþjónustu að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Áður hafði Landsbankinn gert sátt við Samkeppniseftirlitið og eru aðgerðirnar sem Arion banki tekst á hendur með sáttinni í meginatriðum hliðstæðar þeim aðgerðum sem kveðið er á um í sátt Samkeppniseftirlitsins við Landsbankann.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir við tilefnið: „Með því að draga úr hindrunum fyrir viðskiptavini við að skipta um banka geta viðskiptavinir veitt bönkunum meira aðhald sem ætti m.a. að hafa það í för með sér að bankarnir þurfi að keppa meira um viðskiptavini, þ.m.t. bjóða þeim betri kjör og þjónustu til að halda í þá.“