Samstarfssamningur á milli Arion banka og Skýrr hefur verið undirritaður um innleiðngu á EMC Documentum skjalakerfi og gagnageymslu. EMC er alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki. Samningurinn felur í sér viðamiklar breytingar á framþróun á skjalavistutn og gagnameðhöndlun Arion banka. Skýrr er sölu- og þjónustuaðili EMC á Íslandi. Þetta kemur fram á vef Vísi.is.

Þar segir að EMC Documentum geri það kleift að auka sjálfvirkni í ferlum og auka hraða og nákvæmni við flokkun þeirra, hýsingu og umsýslu. Í samstarfssamningum er kveðið á um nýjar kerfiseiningar fyrir skjöl, ferla, sniðmát, trúnaðargögn og tengdar öryggislausnir, skönnunarkerfi og fleira.

Hefur Skýrr á undanförnum misserum unnið að því að efla teymi fyrirtækisins á sviði upplýsingatækni fyrir banka og fjármálastofnanir. Í því skyni hefur fyrirtækið bætt við sig hugbúnaðarlausnum og þjónustuþáttum. Því sé samningurinn við Arion banka mikilvægur samningur fyrir Skýrr.