Arion banki seldi í gær rúmar 650 þúsund hluti í N1. Eignarhlutur félagsins fór undir 5% í rétt rúm 4,9%, að því er fram kemur í flöggun. Ætla má að viðskiptin hafi numið um 12 milljónum króna.

Fram kemur í flögguninni að Arion banki átti fyrir söluna 50,1 milljón hluti í N1 en eftir hana tæpa 49,5 milljón hluti. Miðað við þetta nemur markaðsverðmæti bréfa Arion banka í N1 tæpum 927 milljónum króna.

Velta með hlutabréfa N1 nam 179 milljónum króna í dag og hækkaði gengi bréfa félagsins um 1,09%. Það stendur nú í 18,5 krónum á hlut.