*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Innlent 19. júlí 2019 16:08

Arion hækkaði um 1,54%

Verð á hlutabréfum í Arion banka hækkaði um 1,54% í 666 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Arion banka hækkaði um 1,54% í 666 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Kvika hækkaði næst mest eða um 1,23% 91 milljón króna.

Sýn lækkaði mest í viðskiptuum dagsins eða um 1,06% í 403 milljóna króna viðskiptum. Marel lækkaði næst mest í dag eða um 0,99% í 268 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 0,58% í dag. Heildarveltan nam 1,5 milljörðum króna.