Arion banki hefur lagt Pennanum til um 200 milljónir króna í nýtt hlutafé. Pennanum hefur lekið fé frá stofnun Nýja Pennans í apríl 2010 og tapaði fyrirtækið rúmum milljarði króna á árunum 2009 og 2010. Átta milljarða króna skuld var skilin eftir í gamla Pennanum auk þess sem Arion breytti 1,2 milljarða skuld í nýtt hlutafé. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga.
Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þá lánaði bankinn Pennanum hálfan milljarða króna í febrúar 2010.

Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan Arion tók Pennann yfir en Samkeppniseftirlitið blessaði yfirtökuna á þeirri forsendu að Arion myndi ekki eiga fyrirtækið til langframa.