Endanleg stærð útboðs Arion banka í Högum nemur 30% af útgefnum hlutum og endanlegt útboðsgengi er 13,5 krónur á hlut til allra kaupenda í útboðinu sem eru um 3.000 talsins. Í tilkynningu Arion banka kemur fram að heildarsöluandvirði útboðsins nemui 4.931 milljón króna, en samtals hafi 365.275.752 hlutir verið seldir í útboðinu.

"Um 12,5% af útgefnum hlutum Haga var úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig fyrir kaupum að andvirði 0,1-25 milljónum króna og var hverjum aðila úthlutað hlutabréfum að andvirði um 0,1-1,5 milljónum króna. Um 17,5% af útgefnum hlutum Haga var úthlutað til fjárfesta sem skráðu sig fyrir kaupum að andvirði 25-500 milljónum króna og var hverjum aðila úthlutað hlutabréfum að andvirði um 1,5-90 milljónum króna. Eftirspurn og úthlutun Í útboðinu bárust gild tilboð um kaup fyrir alls um 40 milljarða króna og voru um 95% þeirra gerð á genginu 13,5 kr./hlut eða með samþykki um hvaða gengi sem yrði ákveðið á bilinu 11-13,5 kr./hlut. Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland með minnst eins viðskiptadags fyrirvara," segir í tilkynningunni.