Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi félagsins þann 15. apríl síðastliðinn. Sú breyting varð á stjórninni að Arnar Bjarnason tók sæti í stjórn Landsvirkjunar. Úr stjórn gekk Páll Magnússon.

Stjórn Landsvirkjunar er þannig skipuð:

Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, stjórnarformaður
Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur við Umhverfisstofnun, varaformaður
Arnar Bjarnason, viðskiptafræðingur
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts
Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla Íslands

Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru:

Magnús Árni Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst
Baldvin H. Sigurðsson, veitingamaður
Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Norðlenska á Akureyri
Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi á Egilsstöðum
Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent við Háskóla Íslands