Árni Múli Jónasson hefur verið ráðinn pólitískur ráðgjafi þingflokks Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður formanns flokksins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Árni Múli hefur er lögfræðingur og hefur meðal annars starfað sem fiskistofustjóri og bæjarstjóri á Akranesi og hjá umboðsmanni Alþingis. Hann hefur sérhæft sig í mannréttindalögfræði og hefur unnið að þeim málum í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International og hjá Rauða krossi Íslands.